10. des. 2008

Nágrannavarsla breiðist út

Nágrannavarsla var kynnt fyrir íbúum í Ásbúð, Holtsbúð, Dalsbyggð og Hæðarbyggð á fundi sem haldinn var nýlega
  • Séð yfir Garðabæ

Nágrannavarsla var kynnt fyrir íbúum í Ásbúð, Holtsbúð, Dalsbyggð og Hæðarbyggð á fundi sem haldinn var nýlega.

Garðabær og lögreglan halda áfram að kynna íbúum bæjarins hvernig þeir geta komið á virkri nágrannavörslu í sinni götu. Þriðji fundurinn um nágrannavörslu var haldinn í Hofsstaðaskóla nýlega með íbúum ofannefndra fjögurra gatna.

Skilti eru sett upp í götum, þar sem íbúar hafa komið sér saman um að taka upp nágrannavörslu. Slík skilti eru þegar komin upp í efri Lundum og verða sett upp í hluta Ásahverfisins á næstunni.