Kammermúsík í Garðabæ
Síðustu tónleikar haustsins í tónleikaröðinni Kammermúsík í Garðabæ fóru fram í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 29. nóvember sl. Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari stigu á svið
Síðustu tónleikar haustsins í tónleikaröðinni Kammermúsík í Garðabæ fóru fram í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 29. nóvember sl. Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari stigu á svið og heilluðu áhorfendur með hljóðfæraleik sínum. Á efnisskránni voru verk eftir Mozart, Chausson og Beethoven. Góð mæting var í Kirkjuhvoli þetta síðdegi.
Tónleikaröðin er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og listrænn stjórnandi er Gerrit Schuil. Á næstu önn verða þrennir tónleikar í tónleikaröðinni og þeir fyrstu fara fram í lok febrúar.
Áhorfendur kunnu vel að meta undurfagra tóna.