28. nóv. 2008

Jólatré frá Asker

Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Garðatorgi laugardaginn 6. desember nk. kl. 16:00. Jólatréð er gjöf frá vinabæ Garðabæjar í Noregi, Asker. Askerbúar hafa sent Garðbæingum þetta vinatákn í 39 ár á þessu ári.
  • Séð yfir Garðabæ

Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Garðatorgi laugardaginn 6. desember nk. kl. 16:00.  Jólatréð er gjöf frá vinabæ Garðabæjar í Noregi, Asker.  Askerbúar hafa sent Garðbæingum þetta vinatákn í 39 ár á þessu ári. Mikil vinna liggur að baki sendingunni og að þessu sinni var valið fallegt tré úr heimagarði.  Jólatréð er nýkomið til landsins og bíður þess nú að vera sett upp á Garðatorgi í byrjun desember.

Í dagbókinni á heimasíðu Garðabæjar eru nánari upplýsingar um dagskrána laugardaginn 6. desember. Garðbæingar á öllum aldri eru velkomnir á torgið þann dag.

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá bæjarstarfsmenn Asker undirbúa flutning jólatrésins.