26. nóv. 2008

Frábær stemning á Garðatorginu

Fjöldi Garðbæinga mætti á tónleika Stebba & Eyfa á Garðatorgið fimmtudagskvöldið 20. nóvember sl. Tónleikarnir voru í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar undir yfirskriftinni Tónlistarveisla í skammdeginu.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjöldi Garðbæinga mætti á tónleika á Garðatorgið fimmtudagskvöldið 20. nóvember sl. Tónleikarnir voru í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar undir yfirskriftinni Tónlistarveisla í skammdeginu.

Tónlistarmennirnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson voru mættir til leiks og skemmtu áhorfendum langt fram eftir kvöldi. Áhorfendur sem voru á öllum aldri tóku vel undir og fengu nokkur vel valin uppklappslög að lokum, m.a. fluttu þeir hið alþekkta Eurovision-lag um Nínu.  

Næstu tónleikar á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar eru klassískir tónleikar laugardaginn 29. nóvember kl. 17 í safnaðarheimili Vídalínskirkju.  Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari stíga þar á svið.  Sjá nánari umfjöllun um Kammermúsík í Garðabæ í dagbókinni hér á heimasíðunni.