12. nóv. 2008

Heimsóttu bæjarstjóra

Elstu börnin á leikskólanum Hæðarbóli heimsóttu bæjarstjóra Garðabæjar fyrr í vikunni. Heimsóknin var hluti af verkefni sem þau eru að vinna um Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Elstu börnin á leikskólanum Hæðarbóli heimsóttu bæjarstjóra Garðabæjar fyrr í vikunni.  Börnin eru þessa dagana að vinna að verkefni sem tengist þemanu ,,Garðabær - bærinn minn".  Liður í því verkefni var heimsókn til bæjarstjórans.

Börnin voru vel undirbúin fyrir heimsóknina og voru búin að setja á blað nokkrar spurningar til bæjarstjórans. Ein þeirra var "Af hverju veit bæjarstjórinn svona mikið um allt í Garðabæ?"  Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók vel á móti börnunum og reyndi að svara spurningum þeirra eftir bestu getu.  Spurningablaðið var svo stillt upp á hillu hjá bæjarstjóra þar sem það verður til sýnis fyrir gesti og gangandi á næstunni.