9. des. 2013

Vel heppnaður jóla- og góðgerðardagur

Laugardaginn 30. nóvember sl. var jóla- og góðgerðardagurinn haldinn í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi. Foreldrafélag Álftanesskóla og ýmis félagasamtök á Álftanesi hafa undanfarin ár staðið fyrir Jóla- og góðgerðardeginum. Fjölbreytt dagskrá var í boði þennan dag
  • Séð yfir Garðabæ

Laugardaginn 30. nóvember sl. var jóla- og góðgerðardagurinn haldinn í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi.  Foreldrafélag Álftanesskóla og ýmis félagasamtök á Álftanesi hafa undanfarin ár staðið fyrir jóla- og góðgerðardeginum.  Fjölbreytt dagskrá var í boði þennan dag þar sem gestir og gangandi gátu hlýtt á söng og tónlist, meðal þeirra sem stigu á svið voru Álftaneskórinn, nemendur í Álftanesskóla, sönglist Álftanesskóla, Regína Ósk, flautukór og blásararasveit Tónlistarskólans.  Mikla lukku vakti einnig íþróttaálfurinn.  Á staðnum voru söluborð félaga og einstaklinga þar sem hægt var að versla handverk, hönnunarvörur, kaffiveitingar og margt fleira.  Allur ágóði af leigu borðanna rennur til góðs málefnis.

Ljósin tendruð á jólatrénu á Álftanesi

Að lokinni dagskrá innandyra voru ljósin tendruð á jólatrénu fyrir utan íþróttamiðstöðina.  Þar lék blásarasveit Tónlistarskólans og séra Hans Guðberg flutti hugvekju.  Nemendur úr sönglist sungu vel valin jólalög við undirleik Balvins Tryggvasonar og dansað var í kringum jólatréð í fylgd jólasveina sem komu fyrr úr fjöllunum í tilefni dagsins.

Á fésbókarsíðu Garðabæjar er hægt að sjá fleiri myndir frá Jóla- og góðgerðardeginum.