28. okt. 2008

Hugljúf tónlist

Laugardaginn 25. október voru fjölsóttir tónleikar í Kirkjuhvoli þar sem hinn ungi tenór Eyjólfur Eyjólfsson söng sig inn í hug og hjörtu viðstaddra og Gerrit Schuil lék á píanó. Á efnisskránni voru verk eftir Beethoven,
  • Séð yfir Garðabæ

Kammermúsík í Garðabæ er heitið á klassískri tónleikahátíð á vegum menningar- og safnanefndar veturinn 2008-2009.  Laugardaginn 25. október voru fjölsóttir tónleikar í Kirkjuhvoli þar sem hinn ungi tenór Eyjólfur Eyjólfsson söng sig inn í hug og hjörtu viðstaddra og Gerrit Schuil lék á píanó. Á efnisskránni voru verk eftir Beethoven, Schubert og Reynaldo Hahn.  Gestaleikari var Sturlaugur Jón Björnsson sem spilaði á horn í einu verkanna eftir Schubert.

Næstu tónleikar verða haldnir laugardaginn 29. nóvember nk. en þá er röðin komin að fiðluleikaranum Ara Þór Vilhjálmssyni sem flytur Kreutzer-sonótununa eftir Beethoven og verk eftir Braums og Chausson.  Ari er eini Íslendingurinn sem hefur verið konsertmeistari Orkester Norden, sumarhljómsveitar ungra tónlistarnema á Norðurlöndum, og leiddi hljómsveitina m.a. undir stjórn Esa-Pekka Salonen árið 2002.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gerrit Schuil og hefur hann fengið framúrskarandi tónlistarmenn til liðs við sig.  Á vorönn verða einnig haldnir þrennir tónleikar.  Sjá nánari umfjöllun hér í dagbókinni á heimasíðu Garðabæjar.


Áhorfendur fjölmenntu í Kirkjuhvol til að hlusta á Eyjólf