27. okt. 2008

Garðabær komst áfram

Garðabær komst áfram í spurningakeppninni Útsvari þegar liðið vann Reykjavík síðastliðinn föstudag
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær komst áfram í spurningakeppninni Útsvari þegar liðið vann Reykjavík síðastliðinn föstudag.  Sigur Garðbæinga var sannfærandi og lokatölur urðu 96-64.  Spurningakeppnin Útsvar er nú haldin annað árið í röð hjá Sjónvarpinu og í fyrra komst Garðabær í undanúrslit.  

Í liði Garðabæjar eru Vilhjálmur Bjarnason, Ólöf Ýrr Atladóttir og Einar Sveinbjörnsson. Umsjónarmenn eru sem fyrr Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur B. Guðnason og útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson. Garðabær keppir næst annað hvort í lok þessa árs eða í byrjun næsta árs.  Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Sjónvarpsins: www.ruv.is/utsvar.