23. okt. 2008

Fundað með þingmönnum

Efnahagsmál voru til umræðu á árlegum fundi bæjarstjórnar með þingmönnum kjördæmisins
  • Séð yfir Garðabæ

Efnahagsmál voru helsta umræðuefnið á árlegum fundi þingmanna suðvesturkjördæmis með bæjarstjórn Garðabæjar sem haldinn var 22. október sl.

Á fundinum var farið yfir stöðu mála hjá Garðabæ og á landsvísu og rætt hvaða verkefni eru framundan hjá sveitarfélaginu og á vettvangi ríkisins vegna ástandsins á peningamarkaði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra upplýsti bæjarfulltrúa og starfsmenn Garðabæjar um stöðuna eins og hún blasir við og þær viðræður sem nú standa yfir við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þingmenn spurðu einnig um stöðu Garðabæjar og þær ráðstafanir sem bærinn mun grípa til vegna ástandsins. Í máli Gunnars Einarssonar kom fram að staða Garðabæjar er traust en að menn hefðu áhyggjur af þeirri óvissu sem ríkir um þróun mála á næstu mánuðum. Bæði þingmenn og bæjarfulltrúar lögðu áherslu á nauðsyn þess að styðja við heimilin og fjölskyldur landsins eins og hægt er á þessum erfiðu tímum.

Heimsókn þingmannanna er árviss og fer fram á svokölluðum kjördæmadögum á Alþingi.