20. okt. 2008

700 keppendur á handboltamóti

Handboltamót 6. fl. kk var haldið í Mýrinni og Ásgarði um helgina og tókst afskaplega vel. Keppendur á mótinu voru um 700 á aldrinum 10–11 ára og léku alls 137 leiki.
  • Séð yfir Garðabæ

Handboltamót 6. fl. kk var haldið í Mýrinni og Ásgarði um helgina og tókst afskaplega vel. Keppendur á mótinu voru um 700 á aldrinum 10–11 ára og léku alls 137 leiki. Keppnislið utan af landi gistu í Hofsstaðaskóla.
 
Fjölmargir aðilar í Garðabæ komu að framkvæmd mótsins, þar á meðal foreldraráð 6. flokks, barna- og unglingaráð Stjörnunnar, starfsfólk Ásgarðs og Mýrarinnar og síðast en ekki síst Gunnar Einarsson bæjarstjóri sem tók þátt í dómarastörfum.
 
Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar segir skipulag og framkvæmd mótsins hafa verið til fyrirmyndar og vill koma á framfæri þökkum til allra sem lögðu hönd á plóginn.