10. okt. 2008

Upplýsingar v/ fjármálamarkaðar

Á vef Garðabæjar hafa verið teknar saman upplýsingar um hvert fólk getur leitað vegna ástandsins á fjármálamarkaðnum
  • Séð yfir Garðabæ

Á vef Garðabæjar hafa verið teknar saman upplýsingar um hvert fólk getur leitað vegna erfiðleika sem tengjast ástandinu á fjármálamarkaðnum.

Þar er meðal annars tengill á nýjan þjónustuvef félagsmálaráðuneytsins þar sem finna má fjölmargar gagnlegar upplýsingar. Einnig er fólki bent á þjónustu kirkjunnar, heilsugæslunnar, rauða krossins og á nýja sálfræðiráðgjöf geðsviðs Landspítala sem veitir ráðgjöf vegna fjármálaáfalla í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónstíg.

Garðbæingum er velkomið að leita til þjónustuvers Garðabæjar eftir aðstoð eða ráðgjöf um hvert hægt er að snúa sér vegna vandamála sem tengjast ástandinu.

/Thjonusta-i-Gardabae/Thjonustuver/Adstaedur-a-fjarmalamarkadi