6. des. 2013

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2014, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í gær, sýnir áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2014, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í gær, sýnir áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar. Skuldir eru hóflegar og gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 247 milljónir króna. 

Minniháttar breytingar voru gerðar á fjárhagsáætluninni á milli umræðna. Einnig var ákveðið að gjaldskrár verði óbreyttar á næsta ári og álagningarhlutfall útsvars sömuleiðis en það er 13.66%. Garðbæingar greiða því áfram lægsta útsvarið. 

Jafnframt var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir árin 2015-2017,

Sjá frétt um fyrri umræðu um fjárhagsáætlun frá 31. október.

Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2014-2017