26. sep. 2008

Íbúar ánægðir með þjónustu

Íbúar Garðabæjar, Reykjanesbæjar og Seltjarnarness eru ánægðastir með þjónustu síns sveitarfélags skv. nýrri könnun Capacent
  • Séð yfir Garðabæ

Íbúar Garðabæjar, Reykjanesbæjar og Seltjarnarness eru ánægðastir með þjónustu síns sveitarfélags skv. nýrri könnun Capacent sem greint er frá í Morgunblaðinu föstudaginn 26. september. Markmið könnunarinnar var að gera samanburð á ánægju með þjónustu meðal íbúa 15 stærstu sveitarfélaga landsins. 

Könnunin var framkvæmd í sumar og úrtakið var 4800 manns og svarendur alls 2962. Meðal annars var spurt um viðhorf til þjónustu grunnskóla, leikskóla, umhverfis- og skipulagsmála. Garðabær fékk góða útkomu úr öllum flokkum. Íbúar í Garðabæ voru sérstaklega ánægðir með þjónustu leikskóla og grunnskóla í samanburði við önnur sveitarfélög.

Á næstunni verða kynntar niðurstöður úr könnun Capacents sem unnin hefur verið sérstaklega fyrir Garðabæ. Í þeirri könnun er farið ítarlega yfir hvaða þjónustuþætti íbúar eru ánægðir eða óánægðir með. Niðurstöðurnar úr þeirri könnun verða birtar á heimasíðu Garðabæjar í október.