Ólympíufari úr Garðabæ
Garðbæingar áttu sinn fulltrúa á Ólympíuleikunum í Peking en þar keppti Garðbæingurinn og sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir
Garðbæingar áttu sinn fulltrúa á Ólympíuleikunum í Peking en þar keppti Garðbæingurinn og sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Ragnheiður kom heim frá Peking 26. ágúst sl. og var hress eftir langt ferðalag með stuttri viðkomu í London.
Ragnheiður er mjög sátt við árangur sinn á Ólympíuleikunum í Peking þar sem hún bætti m.a. Íslandsmet sitt í 50 m skriðsundi þegar hún synti á 25,82 sekúndum.
Myndin er af Ragnheiði á opnunarhátíð Ólympíuleikanna.