27. ágú. 2008

Opið hús í þjónustuverinu

Allir Garðbæingar eru velkomnir á opið hús í nýju þjónustuveri Garðabæjar á jarðhæð Ráðhússins fimmtudaginn 28. ágúst kl. 8-18
  • Séð yfir Garðabæ

Allir Garðbæingar og aðrir viðskiptavinir Garðabæjar eru boðnir velkomnir á opið hús í nýju þjónustuveri Garðabæjar á jarðhæð Ráðhússins við Garðatorg, fimmtudaginn 28. ágúst kl. 8-18.

Boðið verður upp á ís og blöðrur fyrir börnin og kaffi og meðlæti fyrir þá sem eldri eru.

Klukkan 14:00 verður skorin kaka á torginu fyrir framan þjónustuverið og kl. 17:00 verður tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Garðabæjar á sama stað.

Starfsfólk þjónustuversins býður alla velkomna og hvetur Garðbæinga til að líta inn og kynna sér starfsemi nýja þjónustuversins.