26. ágú. 2008

Stjarnan Íslandsmeistari

Stjarnan tryggði sér í Íslandsmeistaratitilinn í 7 manna bolta hjá 2. flokki kvenna
  • Séð yfir Garðabæ

Eftir nokkurt hlé sendi Stjarnan lið til þátttöku í sjö manna bolta í 2. fl. kvenna. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína á Íslandsmótinu. Íslandsmeistaratitilinn var í höfn fyrr í þessum mánuði, þegar mótið kláraðist í Garðabænum. 

Eftir baráttu við BÍ og Neista Hofsósi voru það Stjörnustúlkur sem fóru með sigur af hólmi og sigruðu í öllum sínum leikjum.

Þjálfari 2. fl. kvenna er Páll Árnason.