22. ágú. 2008

Grunnskólastarf hafið

Skólasetning var í grunnskólum Garðabæjar í dag.
  • Séð yfir Garðabæ

Skólastarf hófst í grunnskólum Garðabæjar í dag með skólasetningu í öllum skólunum. Í Flataskóla hófst kennsla að lokinni skólasetningu en hún hefst í hinum skólunum nk. mánudag.

Alls setjast 1.555 nemendur á skólabekk í Garðabæ nú í haust, þar af eru 1.330 í grunnskólum Garðabæjar og 225 í einkareknum skólum í Garðabæ.

Garðaskóli er fjölmennasti skólinn í bænum með 436 nemendur. Í Hofsstaðaskóla verða í vetur 390 nemendur, 319 í Flataskóla og 185 nemendur í Sjálandsskóla.