22. júl. 2008

Hjóluðu á landsmót

Átján skátar úr Skátafélögunum Vífli í Garðabæ og Svönum frá Álftanesi hjóluðu á tveimur dögum á landsmót skáta á Akureyri sem sett verður í kvöld
  • Séð yfir Garðabæ

Átján skátar úr Skátafélögunum Vífli í Garðabæ og Svönum frá Álftanesi hjóluðu á tveimur dögum á landsmót skáta á Akureyri sem sett verður í kvöld.

Upphaflega stóð til að ferðin tæki þrjá daga en svo mikill kraftur var í hópnum að hann lauk ferðinni sólarhring fyrr.

Hópurinn er kominn á mótssvæðið að Hömrum við Akureyri þar sem landsmót skáta verður sett í kvöld. Alls verða yfir 50 skátar úr Vífli á mótinu en gert er ráð fyrir að þegar mest verði, verði yfir 4000 manns á mótssvæðinu, bæði íslenskir skátar og erlendir auk gesta.

Laugardaginn 26. júlí er heimsóknardagur á mótinu. Þá er öllum velkomið að koma á mótssvæðið og taka þátt í því sem þar er í boði. Skátafélagið Vífill býður jafnframt öllum Garðbæingum í grillveislu sem hefst kl. 18 um kvöldið.

Frekari upplýsingar um landsmótið og þátttöku Vífils eru á:  www.vifill.is og www.skatar.is/landsmot.