Náttúruperlur kynntar
Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur gefið út bæklinginn Náttúruperlur í Garðabæ og afhenti Júlía Ingvarsdóttir, formaður nefndarinnar Gunnari Einarssyni bæjarstjóra fyrsta eintak bæklingsins í vikunni.
Með bæklingnum vill umhverfisnefnd kynna náttúruperlur í bænum og þá fjölmörgu útivistarmöguleika sem bæjarlandið býður up á. Í bæklingnum eru myndir af helstu náttúruperlum Garðabæjar frá ýmsum tímum ársins, kynnt heiti þeirra og sagt frá hverjum stað í stuttu máli.
Í formála bæklingsins kemur fram að í útivistarkönnun sem framkvæmd var sl. vetur kom fram að margir fallegir staðir í bæjarlandinu eru lítið þekktir og að fáir þekki heiti þeirra. Útgáfa bæklingsins er viðbrögð nefndarinnar við þessum niðurstöðum.
Á myndinni eru þau Júlía og Gunnar með bæklinginn.