Hvetur til nágrannavörslu
Bæjarstjórn Garðabæjar hvetur íbúa til að sýna samstöðu með nágrannavörslu
Öryggi bæjarbúa og eigna þeirra hefur verið til umfjöllunar í vetur og m.a. fól bæjarstjórn atvinnu- og tækniþróunarnefnd að koma með tillögur að því hvernig megi auka öryggi í bænum. Nefndin hefur unnið að málinu og mun skila tillögum sínum í haust.
Bæjarstjórn Garðabæjar vill engu að síður hvetja íbúa bæjarins til að standa saman nú í sumar, láta nágranna vita þegar þeir fara í frí og hafa auga með óvenjulegum umgangi við hús í sínu nánasta umhverfi. Verði fólk vart við slíkan umgang er því bent á að hafa samband við lögreglu í síma 112.
Í viðtali í Garðapóstinum hvetur bæjarstjóri líka til þess að fólk hafi þjófavarnakerfi í húsum sínum.