16. júl. 2008

Fjör í Vinnuskólanum

Nemendur og flokksstjórar Vinnuskóla Garðabæjar buðu foreldrum nemenda að kynna sér starf Vinnuskólans í dag
  • Séð yfir Garðabæ

Foreldrum nemenda í Vinnuskóla Garðabæjar var í morgun boðið að taka þátt í starfi og leik Vinnuskólans með börnum sínum og flokksstjórum þeirra.

Foreldrar mættu til starfa kl. 11 og byrjuðu á að starfa með börnunum í hálftíma. Eftir það hittust allir flokkar við Garðaskóla þar sem farið var í ýmsa leiki. Dagskránni lauk með því að grillaðar voru pylsur og boðið upp á kaffi.