20. jún. 2008

Fyrsti áfangi miðbæjar

Fyrsti áfangi nýs miðbæjar verður formlega tekinn í notkun í dag 20. júní
  • Séð yfir Garðabæ

Fyrsti áfangi nýs miðbæjar í Garðabæ verður formlega tekinn í notkun í dag föstudaginn 20. júní. Af því tilefni bjóða fyrirtækin við Litlatún og Klasi hf. til fjölskylduhátíðar á svæðinu kl. 14.30-17.

Hátíðin hefst með ávarpi bæjarstjóra kl. 14.30 en eftir það hefst fjölskylduhátíð með ís- og grillveislu, skemmtiatriðum, vörukynningum og tilboðum.

Næsti áfangi nýja miðbæjarins er við Garðatorg og verður byrjað á honum strax í sumar. Byrjað verður á að rífa þau hús sem á að fjarlægja og eftir það hefjast framkvæmdir við bílakjallara áður en eiginleg uppbygging hefst.