20. jún. 2008

17. júní í Garðabæ

Fjölmargir tóku þátt í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn í Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Fjölmenni var við hátíðarhöldin á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Garðabæ.

Að venju var það Skátafélagið Vífill sem hafði umsjón með hátíðarhöldunum. Skátar leiddu skrúðgöngu frá Vídalínskirkju að hátíðarsvæðinu við Garðaskóla en með henni lék einnig Blásarasveit Tónlistarskólans í Garðabæ.

Á hátíðarsvæðinu tóku við ávörp fjallkonunnar og forseta bæjarstjórnar en að þeim loknum skemmtu ungir og aldnir sér fram eftir degi. Kökuhlaðborð Kvenfélagsins var í Flataskóla í ár og var enginn svikinn af því fremur en áður.