28. maí 2008

Starfsfólk lærir skyndihjálp

Árlegt skyndihjálparnámskeið starfsfólks Ásgarðs og Mýrarinnar var haldið í maí
  • Séð yfir Garðabæ

Árlegt skyndihjálparnámskeið var haldið í Ásgarði, dagana 21.-27. maí, fyrir alla starfsmenn Ásgarðs og Mýrarinnar. 

Allir starfsmenn fengu grunnþekkingu í skyndihjálp svo sem í endurlífgun og notkun hjartastuðtækis, ásamt fleiru. Níu starfsmenn náðu sér í eða viðhéldu laugarvarðaréttindum.  Til að öðlast réttindi þarf að taka námskeiði í björgun úr laug, einnig þarf að þreyta sundpróf og próf í að kafa eftir hlutum þ.á.m. þyngdri dúkku. 

Námskeið þessi eru skv. reglugerð um öryggi á sundstöðum og eru haldin árlega fyrir starfsfólk íþróttamiðstöðvanna. 

Það er Karl Rúnar Þórsson skyndihjálparleiðbeinandi sem séð hefur um framkvæmd námskeiðanna.