27. maí 2008

Hjólakappar í Hofsstaðaskóla

Starfsfólk Hofsstaðaskóla bar sigur úr býtum í keppni fyrirtækja með 30-69 starfsmenn í Garðabæ í átakinu Hjólað í vinnuna.
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsfólk Hofsstaðaskóla bar sigur úr býtum í keppni fyrirtækja með 30-69 starfsmenn í Garðabæ í átakinu Hjólað í vinnuna. Um helmingur starfsfólksins tók virkan þátt í átakinu sem hófst þann 7. maí og lauk formlega föstudaginn 23. maí.

Skólinn bar sigur úr býtum í sínum flokki í Garðabæ bæði hvað varðar vegalengd og fjölda þátttökudaga. Þrjú lið voru í skólanum; Gullkálfarnir, Hjólkappar og Vorglaðir. Þess má geta að á þessum tíma tókst Hjólköppum að hjóla sem svarar rúmlega hringnum í kringum landið og vel það. Liðsstjóri var skipaður í hverju liði sem hafði það hlutverk að hvetja fólk áfram og fylgjast með skráningu. Liðsstjórarnir stóðu sig einstaklega vel og skipulögðu m.a. morgunsamveru tvívegis á tímabilinu. Þá var mætt við skólann kl. 7:00, hjólaðir u.þ.b. 10 km og snæddur sameignlegur morgunverður á eftir. Þeir sem ekki hjóluðu gengu og ræddu um allt milli himins og jarðar á göngunni.

Lesa má nánar um afrek Hofsstaðaskóla í átakinu Hjólað í vinnuna á vef ÍSÍ.