23. maí 2008

West Side Story í Garðalundi

Nemendur Garðaskóla sýna söngleikinn West Side Story við góðar undirtektir.
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur Garðaskóla frumsýndu söngleikinn West Side Story í Garðalundi mánudaginn 19. maí. Frumsýningin þótti takast vel í góðri leikstjórn Bjarna Snæbjörnssonar. 

Uppselt hefur verið á allar sýningar í þessari viku og því var ákveðið að bæta við aukasýningum í næstu viku. 

Upplýsingar, pantanir og miðasala er  í Garðalundi í síma 5902575 kl. 13 til 16. Athugið að fáir miðar eru í boði á hverja sýningu og áhugasömum bent á að tryggja sér miða í tíma.