21. nóv. 2013

Garðbæingar greiða áfram lægsta útsvarið

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 21. nóvember var samþykkt að hafa álagningarprósentu útsvars óbreytta eða 13,66% sem er sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu.
  • Séð yfir Garðabæ

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 21. nóvember var samþykkt að hafa álagningarprósentu útsvars óbreytta eða 13,66% sem er sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu.

Garðbæingar greiða því áfram lægsta útsvarið.

Þá hefur verið kynnt við umræðu um fjárhagsáætlun að þjónustugjöld í Garðabæ hækka ekki á árinu 2014.  Í Garðabæ munu því leikskólagjöld, gjöld í tómstundaheimili, skólamatur, heimaþjónusta eldri borgara o.fl. verða óbreytt. 

Garðabær leggur þannig sitt af mörkum til að koma á móts við kröfur í samfélaginu um að stilla álögum á fjölskyldur í hóf.

Fjárhagsáætlun Garðabæjar sem lögð hefur verið fram við fyrri umræðu  ber vitni um sterka fjárhagsstöðu bæjarins, skuldir eru hóflegar og rekstrarniðurstaða jákvæð sem nemur 258 milljónum króna.