20. maí 2008

Dugnaðarforkar í Flataskóla

Starfsfólk í Flataskóla hlaut dugnaðarforkaverðlaunin
  • Séð yfir Garðabæ

Stofnanir og starfsfólk Garðabæjar fengu fimm tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2008.

Ingibjörg Baldursdóttir, forstöðumaður skólasafns Flataskóla og Svanhvít Guðbjartsdóttir fengu svokölluð dugnaðarforkaverðlaun fyrir verkefnið Þjóðardagur –Börnin okkar.

Á þjóðardegi fá börn í Flataskóla sem eiga erlent foreldri, annað eða bæði, að kynna landið sem þau eru frá og menningu þess. Um leið fá aðrir nemendur skólans tækifæri til að kynnast menningu ólíkra landa og átta sig betur á uppruna skólafélaga sinna. Það var foreldrafélag Flataskóla sem tilnefndi þær Ingibjörgu og Svanhvíti fyrir framlag þeirra.

Önnur verkefni og starfsmenn úr Garðabæ sem hlutu tilnefningu voru:

  • Gunnar Einarsson bæjarstjóri fyrir verkefnið næsta kynslóð sem unnið var í samstarfi við Dale Carengie á Íslandi.
  • Starfsfólk og stjórnendur Hofsstaðaskóla fyrir þorrablót 6. bekkja
  • Umsjónarkennarar Flataskóla fyrir heimasíður árganga og
  • Hofsstaðaskóli fyrir samfellu  milli skólastiga

Foreldraverðlaunin í ár hlaut starfsfólk leikskólans Tjarnarsels í Reykjanesbæ. Grunnskóli Siglufjarðar og Foreldrafélag Svalbarðsskóla hlutu hvatningarverðlaun.

Sjá www.heimiliogskoli.is