16. maí 2008

Ráðin til Hönnunarsafns Íslands

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að ráða Hörpu Þórsdóttur í starf forstöðumanns Hönnunarsafns Íslands
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar ákvað á fundi sínum í gær, 15. maí, að ráða Hörpu Þórsdóttur í starf forstöðumanns Hönnunarsafns Íslands.

Harpa er listfræðingur að mennt og hefur meistaragráðu frá listasögu- og fornleifafræðideild París-Sorbonne. Hún starfaði um tima í Frakklandi en hefur verið deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands frá árinu 2002.