16. maí 2008

Fjárveiting aukin til sumarstarfa

Bæjarstjórn hefur samþykkt 25 milljóna kr. fjárveitingu til að skapa verkefni fyrir fleiri sumarstarfsmenn hjá bænum
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn hefur samþykkt 25 milljóna króna aukafjárveitingu til ýmissa umhverfisverkefna í þeim tilgangi að skapa möguleika á sumarvinnu fyrir fleiri ungmenni. 

Um 50 manns 17 ára og eldri voru á biðlista eftir sumarstarfi þegar búið var að ráða í öll störf í vor. Til að tryggja þessu unga fólki atvinnu í sumar hefur bæjarstjórn nú ákveðið að veita 25 milljónum króna í ýmis umhverfisverkefni. Áhersla verður lögð á bjóða vinnu við verkefni sem tengjast því átaki bæjarstjórnar að gera Garðabæ að “snyrtilegasta bænum”.