15. maí 2008

Mislæg gatnamót

Gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar
  • Séð yfir Garðabæ

Vegagerðin hefur hafið byggingu mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar. Verktakar eru Ris ehf. og Glaumur ehf. Eftirlit með verkinu hefur verkfræðistofan Línuhönnun hf.

Verkið felst í gerð brúar yfir Reykjanesbraut, breytingum á legu núverandi Vífilsstaðavegar og gerð tveggja hringtorga sitt hvoru megin við Reykjanesbraut. Frá hringtorgunum verða gerðar að- og fráreynar inn á Reykjanesbraut.  Akbrautir eru sýndar með gulum lit á myndinni.

Gerð verða undirgöng fyrir gangandi vegfarendur undir Vífilsstaðaveg vestan gatnamótanna. Undirgöngin tengjast núverandi og nýjum göngustígum sem sýndir eru með grænum lit á myndinni.

Gatnamótin eiga að vera ökufær 1. október 2008 og frágangi að vera lokið 1. júlí 2009.