Garðabær keppir í Útsvari
Spurningaþátturinn Útsvar er nú sjöunda veturinn á föstudagskvöldum í sjónvarpinu. Garðabær keppir í fyrstu umferð gegn Reykjanesbæ föstudagskvöldið 22. nóvember nk kl. 20
Spurningaþátturinn Útsvar er nú sjöunda veturinn á föstudagskvöldum í sjónvarpinu. Eins og síðastliðin ár eru það sveitarfélög alls staðar af landinu sem etja kappi í sjónvarpssal RÚV. Umsjónarmenn þáttarins eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir
Garðabær keppir í fyrstu umferð gegn Reykjanesbæ föstudagskvöldið 22. nóvember nk kl. 20. Áhorfendur eru velkomnir að fylgjast með viðureigninni í beinni útsendingu úr sjónvarpssal í Efstaleiti. Mæting er um hálftíma fyrir útsendingu (kl. 19:30). Í liði Garðabæjar eru : Ingrid Kuhlman, Karen Kjartansdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.
Áfram Garðabær!