Listadagar hafnir
Listadagar barna og ungmenna hefjast í dag 9. apríl og standa til 12. apríl. Fjölmargir viðburðir verða á listadögum víðsvegar um bæinn. Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér dagskrána og njóta þess sem boðið er upp á.
Meðal viðburða í dag miðvikudag eru svæðabundnar opnunarhátíðir í Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Flataskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar og FG.
Í kvöld kl. 20 flytja nemendur Tónlistarskólans kórverkið Stabat Mater eftir Pergolesi í Vídalínskirkju.
Tilgangur listadaga er að vekja athygli á því mikla og frjóa listræna starfi sem fer fram í skólum bæjarins og um leið að gefa börnun og ungmennum færi á að koma verkum sínum á framfæri.