Málsháttasamkeppni Flataskóla
Málsháttasamkeppni Flataskóla
Nú fyrir páska efndi foreldrafélag Flataskóla til
samkeppni um gerð nýrra málshátta meðal nemenda. Vel tókst til og margar skemmtilegar tillögur bárust. Sex nemendur hlutu að launum viðurkenningarskjal og páskaegg frá Góu.Hér fyrir neðan má sjá málshætti nemenda, nöfn vinningshafa og myndir af þeim.
Betri er bók en að vera einn - Oddný Þóra Konráðsdóttir, 1. bekk
Vel skal maður klæðast er frostrósir læðast
- Róbert Snær Harðarson, 3. bekkÞað er ekkert boð án gesta
- Jökull Nökkvason, 3. bekkOft eru augun svengri en maginn
- Elva Björk Pálsdóttir, 4. bekkHvert sem þú ferð, þar ertu
- Kara Hlynsdóttir, 5. bekk Til lítils er týnd bók - Haraldur Óli Haraldsson, 6. bekkStjórn foreldrafélags þakkar nemendum Flataskóla fyrir frábær framlög og Góu fyrir góðar gjafir.
Oddný Þóra
Róbert Snær
Jökull
Elva Björk
Kara
Haraldur Óli