Leikskólinn Sjáland fékk Grænfánann í þriðja sinn
Þann 15. nóvember s.l. fékk leikskólinn Sjáland afhentan Grænfánann. Leikskólinn fékk fyrsta fánann sinn árið 2008 fyrstur leikskóla í Garðabæ og er þetta í þriðja sinn sem skólinn fær þessa viðurkenningu.
Þann 15. nóvember s.l. fékk leikskólinn Sjáland afhentan Grænfánann. Leikskólinn fékk fyrsta fánann sinn árið 2008 fyrstur leikskóla í Garðabæ og er þetta í þriðja sinn sem skólinn fær þessa viðurkenningu. Markmið skólans í umhverfismálum síðustu tvö árin voru að efla umhverfisvitund bæði barna, foreldra og kennara. Næstu tvö árin verður lögð áhersla hjá leikskólanum Sjálandi að kynna hugtakið sjálfbærni fyrir börnunum og efla það í starfi skólans. Gerður Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Landvernd, kom og afhenti leikskólanum fánann. Henni til halds og trausts var Maggi Molta en hann hefur verið að hjálpa börnunum í leikskólanum Sjálandi að flokka og hugsa um umhverfið.
Sjá einnig vefsíðu skólans: http://www.leikskolinn.is/sjaland/