7. mar. 2008

Viltu starfa hjá Garðabæ í sumar?

  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2008.

Garðyrkjudeild auglýsir eftir starfsfólki í almenn garðyrkjustörf og slátt. Einnig er auglýst eftir flokkstjóra fyrir slátt og garðyrkju. Umsækjendur um flokksstjórastörf þurfa að vera 20 ára og eldri.

Skólagarðar auglýsa eftir leiðbeinendum. Æskilegt er að  umsækjendur hafi uppeldis-, kennslu- og verkmenntun.Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri.

Þjónustumiðstöð auglýsir eftir starfsfólki í almenna verkamannavinnu. Nánari upplýsingar gefur garðyrkjustjóri og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar í símum 565 8532 og 565 8611

Vinnuskólinn auglýsir eftir yfirflokkstjórum og flokkstjórum. Í boði verða einnig hálfsdagsstörf. Æskilegt er að  umsækjendur hafi uppeldis-,kennslu- og verkmenntun og séu 22 ára og eldri. Nánir upplýsingar gefur forstöðumaður vinnuskóla í síma 590 2570.

Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofu Garðatorgi 7 í afgreiðslu þjónustumiðstöðvar og garðyrkju Lyngási 18 og á vef Garðabæjar

Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 31 mars 2008.