29. feb. 2008

Framkvæmdir við Ráðhús Garðabæjar

Framkvæmdir við Ráðhús Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ


Framkvæmdir eru hafnar við Ráðhús Garðabæjar á Garðatorgi eins og vegfarendur um torgið hafa e.t.v. tekið eftir. Fyrirhugað er meðal annars að færa afgreiðslu bæjarskrifstofanna niður á jarðhæð og opna þar þjónustuver en afgreiðslan er nú á 3. hæð.

Markmið framkvæmdanna er að bæta þjónustu við bæjarbúa og aðra viðskiptavini með bættu aðgengi og betri aðstöðu. 

Óhjákvæmilega fylgja framkvæmdunum nokkuð rask og eru Garðbæingar beðnir um að sýna þolinmæði meðan á þeim stendur. Um leið er beðist afsökunar á þeim óþægindum sem af þeim stafa.

Það er byggingarverktakinn Mark-hús ehf sem annast framkvæmdir.