28. feb. 2008

Foreldrar sex ára barna kynna sér grunnskóla

Foreldrar sex ára barna kynna sér grunnskóla
  • Séð yfir Garðabæ

Foreldrum verðandi grunnskólanema var boðið til kynningarfundar í gær, 27. febrúar, þar sem forsvarsmenn þeirra grunnskóla sem innrita börn í 1. bekk kynntu starfið í sínum skólum.

Skólarnir eru fimm og hafa þeir mismunandi leiðarljós og áherslur í starfinu. Það er því mikilvægt fyrir foreldra að kynna sér vel þá kosti sem eru í boði og velja þann skóla sem hentar hverju barni best. Skólarnir eru Alþjóðaskólinn, Barnaskóli Hjallastefnunnar, Flataskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli.  Tveir fyrstnefndu skólarnir eru einkareknir en samkvæmt samningi Garðabæjar við þá borga börn í Garðabæ engin skólagjöld.

Foreldrar bera ábyrgð á að innrita börn sín í skólana. Hægt er að innrita í Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla með því að fylla út eyðublaðið innritun í grunnskóla á vef Garðabæjar.

Foreldrum er bent á að hafa samband við Alþjóðaskólann og Barnaskóla Hjallastefnunnar vegna innritunar.

Kynningar skólanna frá fundinum eru aðgengilegar hér á vefnum.