28. feb. 2008

Tólf buðu í byggingu nýs fimleikahúss

Tólf buðu í byggingu nýs fimleikahúss
  • Séð yfir Garðabæ

Fjórtán tilboð frá tólf aðilum bárust í byggingu fimleikahúss ásamt anddyris og tenginga við íþróttamiðstöðina i Ásgarði. Tilboðin voru opnuð á bæjarskrifstofum Garðabæjar þriðjudaginn 26. febrúar sl.

Tilboðin verða yfirfarin af bæjarráði á fundi þess þriðjudaginn 4. mars.

Eftirfarandi tilboð bárust, talin í sömu röð og þau voru opnuð.

Eykt ehf. 648.343.420 kr.
Húsbygg ehf 573.549.907 kr.
Húsbygg ehf - fráviksboð 554.912.207 kr.
Ris ehf 553.589.740 kr.
Ris ehf - fráviksboð 532.681.790 kr.
ÍSTAK hf 640.995.190 kr.
Fonsi ehf 627.213.633 kr.
Mark - hús ehf 606.224.990 kr.
Sveinbjörn Sigurðsson hf 628.989.705 kr.
ÞG - Verktakar ehf 512.525.400 kr.
Ans ehf 569.791.861 kr.
Framkvæmd ehf 543.208.205 kr.
S.Þ. Verktakar ehf 526.079.850 kr.
Spöng ehf 577.747.000 kr.

Kostnaðaráætlun verksins var 555.811.825 kr.