Kynning á hugmyndum um hönnun skóla- og íþróttamannvirkja í Urriðaholti
Kynning á hugmyndum um hönnun skóla- og íþróttamannvirkja í Urriðaholti
Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar ásamt Urriðaholti ehf. bjóða til kynningar á niðurstöðum hugmyndavinnu vegna hönnunar á skóla- og íþróttamannvirkjum í Urriðaholti, undir yfirskriftinni "Nýr skóli - ný hugsun".
Kynningin verður haldin í Jónshúsi á Sjálandi þriðjudaginn 26. febrúar kl. 16-17.
Frá því í haust hefur starfshópur á vegum Garðabæjar og Urriðaholts, í samstarfi við Mark Dudek arkitekt og Önnu Kristínu Sigurðardóttur, forstöðumann kennarabrautar KHÍ unnið að hugmyndum um hönnun námssamfélags í Urriðaholti. Í þeirri vinnu er leitast við að nýta það tækifæri sem gefst í Urriðaholti til að hanna umhverfi barna og unglinga á heildstæðan hátt með áherslu á sjálfbærni og sterk tengsl við einstaka náttúru, Urriðavatn, Búrfellshraun og Heiðmörkina.
Stýrihópur um skólamannvirki í Urriðaholti hvetur alla til að koma og upplifa nýja hugsun og nýtt skólasamfélag í Urriðaholti.
Skýrsla með hugmyndunum sem liggja fyrir er aðgengileg hér á vefnum.