Takið þátt í að móta stefnu í íþrótta- og tómstundamálum
Áfram Garðabær
Garðbæingar fá tækifæri til að taka þátt í mótun stefnu í íþrótta- og tómstundamálum á íbúaþingi sem haldið verður í Flataskóla laugardaginn 23. febrúar kl. 10-12.
Tilgangur fundarins er að fá fram hugmyndir, skoðanir og væntingar Garðbæinga um framtíðarstefnu í íþrótta- og tómstundamálum.
Unnið verður í vinnuhópum og niðurstöður kynntar í lok þingsins. Framlag þátttakenda verður síðan nýtt við mótun stefnu í málaflokknum.
Garðbæingar eru hvattir til að nýta tækifærið, taka þátt í starfinu og hafa þannig áhrif á stefnu bæjarins í iþrótta- og tómstundamálum.