Niðurstöður umhverfiskönnunar
Niðurstöður útivistarkönnunarinnar sem framkvæmd var í Garðabæ á síðasta ári verða birtar á myndrænan hátt á vef Garðabæjar á næstu vikum og mánuðum.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf, notkun og þarfir fólks í tengslum við náttúrutengd útivistarsvæði í Garðabæ. Vonast er til að upplýsingarnar muni nýtast til að bæta útivistaraðstöðu í framtíðarskipulagi bæjarins og hvetja til aukinnar útivistar.
Á næstu vikum verða birtar á vefnum myndir sem sýna svör við einstaka spurningum. Myndunum verður safnað saman á síðu sem má nálgast með þvi að smella á borða neðst á forsíðu vefsins.
Myndirnar eru líka birtar í Garðapóstinum. Skýrsla með öllum niðurstöðum verður unnin á þessu ári og kynnt þegar hún liggur fyrir.
Öllum sem tóku þátt í könnuninni eru færðar bestu þakkir.