14. feb. 2008

Starfsmenn Garðabæjar fræðast um umhverfismál

Umhverfisnmskei
  • Séð yfir Garðabæ


Nýlega var haldið hálfs dags námskeið fyrir umhverfisfulltrúa stofnana og forstöðumenn í Garðabæ.

Fyrirlesari var Ragnhildur Jónsdóttir frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 og fjallaði hún um hvernig umhverfismál fléttast inn í  daglegan rekstur stofnana, hvert sé hlutverk forstöðumanna stofnana og hvernig megi virkja starfsmenn til sjálfbærrar þróunar.

Farið var yfir Grænfána skóla, innkaup stofnana, umhverfismerktar vörur, efnanotkun, þrif, samgöngur, upplýsingagjöf til almennings og önnur verkefni.

Mynd frá námskeiðinu