8. feb. 2011

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans
  • Séð yfir Garðabæ

Dagur leikskólans er í dag 6. febrúar. Þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Markmið dags leikskólans er:

  • Að auka vitund fólks um þýðingu leikskólans fyrir börn
  • Að skapa jákvæða ímynd af leikskólakennslu og auka áhuga fólks á starfinu
  • Að beina athygli að stöðu leikskólans og gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð.

Leikskólabörn fá bækling með sér heim í dag í tilefni dagsins þar sem fjallað er um leikskólastarf og dag leikskólans.

mynd frá Kirkjubóli