1. feb. 2008

Garðabær er draumasveitarfélagið skv. úttekt Vísbendingar

Garðabær er draumasveitarfélagið skv. úttekt Vísbendingar
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær er í fyrsta sæti á lista Vísbendingar um draumasveitafélagið, en það er það sveitarfélag sem er best statt samkvæmt nokkrum mælikvörðum sem Vísbending gefur sér.

Í listanum er 38 sveitarfélögum gefin einkunn eftir því hvernig Vísbending metur stöðu þeirra. Í ritinu kemur fram að einkunnagjöfin er nokkuð afgerandi, þar sem aðeins þrjú sveitarfélög fá einkunn yfir 7.  Garðabær er þar efstur með einkunnina 8,4 en þar á eftir koma Seltjarnarnes með 7,3 og Mosfellsbær með 7,0.  Þetta er annað árið í röð sem Garðabær fær hæstu einkunn sveitarfélaga í samanburði Vísbendingar.

Eitt af því sem gerir þessi sveitarfélög góð til að búa í, er að þar er útsvarsprósentan lág en einnig er horft til fjölgunar íbúa, afkomu sem hlutfall af tekjum, hlutfall skulda af tekjum og veltufjárhlutfalls.

Vísbending er vikurit um viðskipti og efnahagsmál.


Mynd frá skólalóð Flataskóla