28. jan. 2008

Grænfáninn í Flataskóla

Grænfáninn í Flataskóla
  • Séð yfir Garðabæ

Það var hátíð í Flataskóla sl. föstudag þegar skólinn fékk grænfánann afhentan fyrir vel unnin störf að umhverfismálum og umhverfismennt. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

Góðir gestir heimsóttu skólann í tilefni dagsins og voru viðstaddir fjölbreytta skemmtun í sal skólans. M.a. sungu nemendur Kórskóla Flataskóla, nemendafulltrúar í umhverfisnefnd ávörpuðu viðstadda og boðið var upp á stompatriði.

Í lok athafnarinnar afhentu fulltrúar Landverndar skólanum grænfánann en við honum tóku nemendafulltrúar í umhverfisnefnd ásamt verkefnastjórn. Að því loknu var farið út með fánann og hann dreginn að húni í fyrsta sinn við Flataskóla.

Allir nemendur fengu grænan frostpinna í tilefni dagsins.

Grænfáninn afhentur

Stompatriði undir stjórn Hjördísar Ástráðsdóttur tónmenntakennara

Páll Hilmarsson, formaður skólanefndar aðstoðar við að draga fánann að húni

Grænfáninn blaktir við Flataskóla