28. jan. 2008

Nemendur Garðaskóla hanna fermingarföt fyrir Sautján og Retro

Nemendur Garðaskóla hanna fermingarföt fyrir Sautján og Retro
  • Séð yfir Garðabæ

Í haust gafst nemendum í 8. bekk í Garðaskóla kostur á að taka þátt í hönnunarsamkeppni þar sem hanna átti fermingarfatnað fyrir verslanirnar Sautján og Retro.

Stelpurnar í 8. bekk skiluðu inn frábærum hugmyndum í tugatali. Stílistar úr verslununum völdu síðan bestu hönnunina sem reyndist erfitt val því svo margar góðar hugmyndir komu fram. Þær sem hlutu verðlaun í formi gjafabréfs voru Ísabella Sævarsdóttir 8MB og Björk Magnúsdóttir 8MB. Hugmyndirnar verða að einhverju leyti notaðar í fermingarfatnað þetta árið. Fötin eru saumið hérlendis, í London og París.

Allar stelpurnar sem tóku þátt stóðu sig mjög vel og kom dómnefndinni á óvart hve hugmyndaríkar og skapandi stelpurnar eru.

Frá verðlaunaafhendingu vegna hönnunarsamkeppninnar