Systkinaafsláttur á tómstundaheimilum og á milli skólastiga
Um áramótin tóku gildi nýjar reglur um systkinaafslátt vegna daggæslu barna. Athygli foreldra er vakin á því að systkinaafsláttur gildir á tómstundaheimilum grunnskóla, á milli leik- og grunnskóla og hjá dagforeldrum.
Foreldar eiga rétt á systkinaafslætti ef:
• Barn á tómstundaheimili grunnskóla á systkin á leikskóla eða hjá dagforeldri.
• Barn á leikskóla á systkin hjá dagforeldri
• Tvö eða fleiri systkin eru hjá dagforeldri, á leikskóla eða á tómstundaheimili.
Ávallt er greitt fullt gjald fyrir yngsta barnið en 50% afsláttur er veittur af grunngjaldi fyrir annað barn og 75% aflsláttur af grunngjaldi fyrir börn umfram tvö.
Sækja þarf um afsláttinn á sérstöku eyðublaði á vef Garðabæjar sem hægt er að nálgast undir flokknum stjórnsýsla/umsóknir og eyðublöð.