21. jan. 2008

Hvatapeningar ársins 2008

  • Séð yfir Garðabæ


Hvatapeningar ársins 2008 eru nú aðgengilegir á Mínum Garðabæ.  Hvatapeningar ná í ár til allra barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára og nema þeir 25.000 krónum.

Til að nýta hvatapeningana er nauðsynlegt að hafa lykilorð að Mínum Garðabæ. Þeir sem ekki eiga lykilorð geta smellt á "Gleymt lykilorð" eða á "Ertu nýr íbúi í Garðabæ", eftir því sem við á, á innskráningarsíðunni. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið gardabaer@gardabaer.is.

Þeir sem æfa með Stjörnunni, eru í Skátafélaginu Vífli eða í Taflfélagi Garðabæjar geta greitt hvatapeninginn beint inn á greiðsluseðil frá félaginu þegar þeir hafa skráð sig inn á Minn Garðabæ.  Aðrir greiða fullt gjald til síns félags eða skóla og geta fengið hvatapeninginn endurgreiddan gegn framvísun kvittunar. 

Nánari leiðbeiningar um notkun hvatapeninganna eru hér.