18. jan. 2008

Samið um hönnun á skóla- og íþróttamannvirkjum á Urriðaholti

Samið um hönnun á skóla- og íþróttamannvirkjum á Urriðaholti
  • Séð yfir Garðabæ

Leitað verður samninga við Hallgrím Þór Sigurðsson, arkitekt um hönnun á skóla- og íþróttamannvirkjum á Urriðaholti, skv. samþykkt bæjarstjórnar.

Unnið hefur verið að undirbúningi og þróun á skólasamfélagi fyrir íbúa Urriðaholts en gera má ráð fyrir að hverfinu muni búa um 1.000 börn á leik- og grunnskólaaldri. Grunnhugmyndir hafa verið mótaðar í samstarfi með m.a. Mark Dudek, breskum arkitekt sem komið hefur að ráðgjöf við uppbyggingu skóla víðsvegar í heiminum.

Í vinnu verkefnahóps hefur verið litið til skólabygginga m.a. sem Hallgrímur og samstarfsmenn hans hjá dönsku arkitektastofunni Arkitema hafa komið að. Jafnframt hefur verið starfandi stýrihópur sem hefur haft yfirumsjón með verkefninu. Stýrihópurinn hefur fundað með Hallgrími og kynnt sér verkefni sem hann hefur og er að vinna að. Stýrihópurinn mælti með því við bæjarstjórn að samið yrði við Hallgrím Þór og samþykkti bæjarstjórn þá tillögu á fund sínum í gær, 17. janúar.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 17. janúar 2008.